Fyrsta tölublað nýs tímarits, Iceland Express Inflight Magazine, kemur út í ágúst en eins og nafnið gefur til kynna er það ætlað farþegum lággjaldaflugfélagsins Iceland Express. Vegna mikils áhuga farþega Iceland Express á afþreyingu á meðan flugi stendur, leitaði félagið eftir samstarfi við aðila sem gæti tekið að sér útgáfu flugtímarits. Útgefandi blaðsins er Efniviður ehf., Góðverk auglýsingastofa sér um útlit þess, en ritstjóri er Snæfríður Ingadóttir. Að jafnaði ferðast um 15 þúsund farþegar með Iceland Express í hverjum mánuði en blaðinu verður dreift frítt til farþega. Hið nýja tímarit er afþreyingartímarit og er ætlað að höfða jafnt til Íslendina og útlendinga, en efni blaðsins verður bæði á íslensku og ensku og mun það koma út á tveggja mánaða fresti.