Almennt gjald fyrir vegabréf mun hækka úr 8.200 krónum í 10.250 krónur á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Vegabréf fyrir aldraða og öryrkja er ódýrara.

Í áliti meirihluta fjárlaganefndar kemur fram að kostnaðurinn við vegabréf séu mun hærri í öðrum ríkjum. Bent er á að i Bretlandi kosti vegabréf 14 þúsund krónur og 13 þúsund krónur í Danmörku.

Áætlað er að þessi hækkun á gjaldi fyrir vegabréf muni skila ríkissjóði 100 milljónum króna í auknar tekjur.