Í dag gaf Fjármálaeftirlitið út starfsleyfi til nýs verðbréfafyrirtækis, Verðbréfaþjónustu Sparisjóðsins hf. (VSP). VSP er til húsa á 8. hæð norðurturns Kringlunnar. Gert er ráð fyrir að starfsemi VSP hefjist formlega í janúar, 2005. Már Wolfgang Mixa er framkvæmdastjóri VSP.

VSP er sem stendur dótturfyrirtæki Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Meginstoðir fyrirtækisins eru það sem áður var SPH Verðbréf. Stefnt er að því að nær allir sparisjóðir landsins verði innan tíðar eignaraðilar. Í gegnum sameiginlegt eignarhald munu sparisjóðirnir veita viðskiptavinum sínum heilsteypta sérfræðiþjónustu á sviði verðbréfa. Með þessu átaki sparisjóðanna eykst því þjónusta þeirra samhliða hagræðingu í rekstri.