Nýtt verðmat hefur verið unnið á Actavis af greiningardeild Kaupþings banka sem mælir með kaupum á bréfum félagsins.

Greiningardeildin metur félagið á þrjá milljarða evra (u.þ.b. 270 milljarðar króna). Það gefur gengið 70,3 krónur á hlut, að teknu tilliti til forgangsbréfa og er eins árs "target price" 78 krónur á hlut.

?Verðmatið er unnið eftir sjóðstreymisaðferð og er gerð 11% ávöxtunarkrafa til eigin fjár félagsins en veginn meðalkostnaður fjármagns (WACC) er 9,4%," segir greiningardeildin.

Í verðmatinu er notað þrískipt verðmatslíkan þar sem ekki er gert ráð fyrir að vöxtur eftir árið 2031 skili umframarðsemi til hluthafa.