Greiningardeild Kaupþings banka hefur í kjölfar uppgjörs annars ársfjórðungs hjá Actavis uppfært afkomuspá og verðmat sitt fyrir félagið.

?Sjóðstreymisgreining gefur verðmatsgengið 71,2 krónur á hlut og höldum við tólf mánaða markgengi okkar óbreyttu í 78 krónum á hlut. Mælum við áfram með kaupum á bréfum í Actavis," segir greiningardeildin. Gengi félagsins var 64 krónur á hlut við lok markaðar.

?Við höfum nú uppfært verðmat okkar í ljósi nýrra upplýsinga, m.a. um byggingu nýrrar verksmiðju í Rúmeníu í kjölfar nýlegrar yfirtöku á Sindan. Þá hafa stjórnendur Actavis gefið út nýja áætlun fyrir félagið, bæði fyrir yfirstandandi og komandi ár, líkt og við gerðum ráð fyrir eftir niðurstöðu fyrsta ársfjórðungs," segir greiningardeildin.