Greiningardeild Landsbankans hefur gert nýtt verðmat á FL Group. Niðurstaða verðmatsins, miðað við 12,7% nafnávöxtunarkröfu til eigin fjár, er að FL Group samstæðan sé 34,9 ma.kr. virði, sem gefur verðmatsgengið 13,85. Lokagengi á markaði í gær var 14,15 og því mælum við með að fjárfestar haldi bréfum sínum.

Félagið er metið í þrennu lagi. Rekstur dótturfélaganna er metinn með sjóðstreymisgreiningu, lagt er mat á hvort og hver dulin eign félagsins er af hagstæðum samningum um kaup á flugvélum og tekið er tillit til óinnleysts gengishagnaðar af fjárfestingum.