Greiningardeild Landsbankans metur Glitni á 271,9 milljarða króna í nýju verðmati, sem gefur 19,4 krónur á hlut. Gengi bankans er nú 17,4 og hefur hækkað um 1,75% frá opnun markaðar.

?Bankinn er með V/I hlutfall upp á 1,9 sem er aðeins lægra en evrópskir bankar. Við mælum því áfram með kaupum á bréfum bankans. Mælum nú með yfirvogun í stað markaðsvogunar í vel dreifðu eignasafni," segir greiningardeildin.

Hún segir að afkoma Glitnis á öðrum ársfjórðungi hafi verið umfram væntingar, annan fjórðunginn í röð. ?Þóknanatekjur hafa aukist umtalsvert og væntingar eru um frekari vöxt með innkomu Fischer Partners. Endurfjármögnun ársins 2007 er langt komin og lausafjárstaða er sterk," segir greiningardeildin.