Greiningardeild Landsbankans hefur gefið út nýtt verðmat á HB Granda og metur upplausnarvirði þess 20,8 milljarða króna sem gefur gengið 12,2 krónur á hlut, sem er jafnt og lokagengi dagsins í dag, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Það er mat greiningardeildarinnar fjárfestar haldi hlutabréfum í félaginu en undirvogi þau í vel dreifðu eignasafni.

Þá segir hún að hluthafar HB Granda væru betur staddir í dag ef fyrirtækið yrði leyst upp og eignir þess seldar heldur en að halda áfram óbreyttum rekstri.

"Síðustu ár hafa verið mjög viðburðarík hjá HB Granda, félagið hefur gengið í gegnum tvær stórar sameiningar og er í dag eitt af tveimur stærstu sjávarútvegsfélögum landsins með rúmlega 11% af heildar úthlutuðum aflaheimildum mældum í þorskígildum," segir greiningardeildin.

Greiningardeildin segir að ytri rekstrarskilyrði sjávarútvegs hafa verið erfið á síðustu árum og ber rekstur HB Granda þess merki. ?Þá hefur sá ávinningur sem fjárfestar vonuðust eftir í kjölfar sameininga enn ekki komið fram. Framlegð félagsins hefur dregist saman og er samanburður við önnur stór íslensk sjávarútvegsfyrirtæki félaginu óhagstæður."

Það var beitt tvenns konar verðmatsaðferðum við mat á virði HB Granda. ?Annars vegar var hefðbundinni sjóðstreymisgreiningu beitt og þannig lagt mat á það fjárstreymi sem núverandi rekstur er líklegur til að skila til eigendanna og hins vegar var upplausnarvirði félagsins metið," segir greiningardeildin.