Greiningardeild Landsbankans gaf út nýtt verðmat á Marel á föstudaginn. Frá því hefur gengi krónunnar veikst um 8% gagnvart evru, segir greiningardeildin, en tekjur fyrirtækisins eru að mestu leyti í erlendum gjaldmiðlum.

Markaðvirði Marels í íslenskum krónum hækkar í 17,2 milljarða króna sem gefur verðmatsgengið 70,9 vegna lækkunar krónunnar. Þegar þetta er skrifað er gengið 66,8.

Verðmatið er mjög næmt fyrir breytingum í gengi krónunnar, segir greiningardeildin.

Mikil áhersla á þróun og markaðssetningu, auk kaupa á tveimur til fjórum öðrum fyrirtækjum í greininni mun skipa Marel í hóp leiðandi fyrirtækja á heimsvísu í framleiðslu fjárfestingavöru fyrir matvælaiðnaðinn, segir greiningardeildin.

Greiningardeild Landsbankans telur vaxtarmöguleika Marels töluverða og mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu en yfirvegi þau í vel dreifðu eignarsafni.