Greiningardeild Íslandsbanka hefur gert nýtt verðmat á Össuri. Niðurstaða verðmatsins er 373 m. dollara. Umreiknað í krónur miðað við gengi dollara 66,7 er verðmatið 24,9 ma.kr. Jafngildir það verðmatsgenginu 79. Greining Íslandsbanka mælir með að fjárfestar haldi bréfum sínum í Össuri. Ráðgjöf þeirra til skemmri tíma er að fjárfestar markaðsvegi bréfin í vel dreifðum eignasöfnum sem taka mið af íslenska markaðinum.

Athygli fjárfesta er vakin á næmnigreiningu á helstu forsendum verðmatsins segir í tilkynningu Íslandsbanka.