Greiningardeild Glitnis hefur gefið út nýtt verðmat á Vinnslustöðinni og metur félagið á 6,6 milljarða króna, sem gefur verðmatsgengið 4,4 krónur á hlut.

?Verðmatsgengið er lítillega yfir gengi á markaði (4,25). Ráðlegging okkar til fjárfesta er að markaðsvoga bréfin horft til skemmri tíma (3-6 mánaða) og halda bréfum í félaginu horft til lengri tíma," segir greiningardeildin.

Í vermatinu eru varanlegir rekstrarfjármunir og kvótaeign félagsins ekki metnir sérstaklega heldur er litið svo á að þær eignir séu undirstaða rekstursins.