Bréf Hf. Eimskipafélags Íslands hafa hækkað um 7,42% það sem af er morgni en engar fréttir hafa borist frá félaginu. Ástæðan fyrir hækkuninni er án efa nýtt verðmat frá greiningardeild Landsbankans sem metur félagið á 1.207 milljónir dollara. Um leið hefur greiningardeildin gefið út verðmatsgengi næstu 12 mánaða upp á 45,2 sem er um það bil 50% hærra en gengi félagsins í gær.

Virði félagsins samkvæmt verðmatinu er ríflega 80 milljarða króna. Greiningardeild Landsbankans mælir með því að fjárfestar kaupi í Hf. Eimskipafélaginu.