Fríhöfnin ehf. hefur opnað nýtt vöruhús sem afhent var við formlega athöfn 15. apríl sl. Húsið, sem er í eigu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., er stálgrindarbygging um 1.600 m2 að grunnfleti. Byggingin er staðsett á flugþjónustusvæði við flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli.

Fyrrihluta árs 2004 samþykkti stjórn flugstöðvarinnar að ráðast í byggingu á vöruhúsi inni á frísvæði vestan við flugstöðina. Eftir alútboð var ákveðið að ganga til samninga við Sparra um byggingu á vöruhúsinu. Framkvæmdir hófust í júlí sl. og er nú lokið.