*

föstudagur, 18. október 2019
Innlent 15. júní 2019 19:01

Nýtur gamallar lágmenningar

Stefán Rafn Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn í nýja stöðu upplýsingafulltrúa Seðlabankans.

Höskuldur Marselíusarson
Haraldur Guðjónsson

Við nafni minn, Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri bankans, munum væntanlega vinna náið saman, en hann heldur áfram sínum útgáfustörfum og eins og stendur verður hann áfram megintengiluður bankans við fjölmiðla,“ segir Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem hefur störf sem upplýsingafulltrúi Seðlabanka Íslands í byrjun ágúst.

„Þó það verði auðvitað mótað betur þá verður mitt hlutverk meira upplýsinga- og fræðslumál til að ná til nýs markhóps. Seðlabankinn er að taka á einhverjum flóknustu og þyngstu viðfangsefnum sem tengjast efnahag og samfélagsmálum þjóðarinnar, en mín áskorun er að þó það séu margir sem vita af stofnuninni. 

Stefán Rafn hefur lengi haft áhuga á þjóðfélagsmálum. „Ég er af Álftanesi en hef hreiðrað um mig í miðbænum síðustu 10 ár og er mjög annt um svæðið þar, enda má oft finna mig á einhverjum knæpum að ræða pólitík dagsins,“ segir Stefán Rafn en sambýliskona hans er Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, sem  stundar nú mastersnám, í félagsfræði internetsins við Oxford.

Frítíma sínum ver Stefán Rafn einnig mikið í miðbænum. „Ég hef mjög gaman að horfa á bíómyndir af öllum gerðum, fer gjarnan í Bíó Paradís, en ég er mest í gamalli góðri lágmenningu níunda áratugarins eða fer á Prump í Paradís kvikmyndaseríu Hugleiks Dagssonar þar sem hann sýnir verstu bíómyndir allra tíma. Þetta eru skemmtilegustu bíóferðir sem ég hef farið í, því allur salurinn veit að hann er ekki að fara að horfa á eitthvað gott svo upplifunin verður mjög fyndin. Ég hef aldrei heyrt fólk hlæja jafnupphátt eins og þar.“

Nánar er rætt við Stefán í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér