*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 29. júní 2015 18:48

Nýútskrifaðir lögfræðingar úr HR með hærri laun

Meðallaun nýútskrifaðra lögfræðinga eru á milli 500 og 600 þúsund á mánuði, samkvæmt könnun Lögfræðingafélag Íslands.

Ritstjórn
Lögfræðingum frá HR vegnar vel.
Haraldur Guðjónsson

Um 85% þeirra sem útskrifuðust sem lögfræðingar á Íslandi árið 2014 hafa fengið starf og meðallaun nýútskrifaðra lögfræðinga eru á milli 500 og 600 þúsund á mánuði, en þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Lögfræðingafélag Íslands meðal þeirra sem luku meistaragráðu í lögfræði á Íslandi, og birt var á vef félagsins í vikunni.

Háskólinn í Reykjavík fjallar um könnunina á vefsíðu sinni og kemur þar fram að 64% þeirra sem útskrifuðust frá HR árið 2014 starfa við lögfræðistörf. Eru meðallaun nýútskrifaðra lögfræðinga frá HR jafnframt yfir meðallaunum nýútskrifaðra lögfræðinga á Íslandi.

Þessar niðurstöður eru sagðar ríma vel við niðurstöður könnunar sem gerð var af Maskínu á meðal útskriftarnema við HR í vor. Þar kom m.a. fram að 76% meistaranema sem brautskráðust úr lagadeild HR í vor, og stefndu á vinnumarkað, voru komnir með vinnu fyrir brautskráninguna. Þar af starfa um 80% að fullu leiti eða hluta við lögfræðistörf. Yfir 90% sögðust myndu mæla með námi við HR og gáfu því einkunnina 4,6 af 5 möguleikum varðandi hversu vel það hefði búið þá fyrir atvinnulífið. Ennfremur fékk námið níu af tíu í einkunn þegar spurt var um líkur á að þeir mæla með náminu.

„Háskólinn í Reykjavík leggur áherslu á að veita fjölbreytta menntun sem nýtist á vinnumarkaði. Þessar niðurstöður staðfesta að það er mikil og stöðug eftirspurn eftir lögfræðimenntuðu fólki frá HR í fjölbreytt störf hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum,“ segir á vef HR.

 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is