Risasamruni kann að vera fram undan á breskum fjarskiptamarkaði. Eigendur O2 og Virgin Media eiga í viðræðum um að sameina félögin.

Hlutabréfa í sænska félaginu Telefonica, eiganda O2, hækkuðu í morgun í kauphöllinni í Madríd eftir að greint var frá viðræðunum að því er Reuters greinir frá. Virgin Media er rekið af Liberty Global sem er í eigu bandaríska milljarðamæringsins John Malone.

Telefonica hefur verið að velta fyrir sér framtíð O2 um nokkra hríð. Árið 2016 höfnuðu evrópsk samkeppnisyfirvöld kaupum CK Hutchison Holdings á O2 fyrir 10,3 milljaðra punda.

Í tilkynningu til kauphallarinnar segir Telefonica að ekkert sé öruggt um að samruninn gangi í gegn. Ekki sé búið að ganga frá neinum skilmálum.

Með samrunanum eru félögin sögð áhugasöm um að breikka vöruúrval sitt. O2 hefur einna helst einbeitt sér að farsímanotendum en Virgin að nettengingum. Samruninn gæti því haft töluverð áhrif á landslagt bresks fjarskiptamarkaðar.

Hörð samkeppni á evrópskum fjarskiptamarkaði og umtalsverðar fjárfestingar og skuldasöfnun hefur þrengt að Telefonica líkt og margra annarra evrópskra fjarskiptafélaga.