Jakob Ásmundsson stjórnarmaður í Arion banka hefur ákveðið að segja sig úr stjórn bankans vegna óæskilegrar hegðunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jakobi.

Atvikið átti sér stað síðastliðinn fimmtudag í gleðskap á vegum bankans þar sem Jakob að eigin sögn segist hafa drukkið of mikið áfengi og farið yfir strikið í samskiptum sínum við starfsmenn og viðskiptavini.

Hann segist hafa sagt hluti sem voru honum ekki samboðnir og vill axla ábyrgð með afsögn sinni úr stjórn bankans. Í lokinn segir Jakob að bankinn sé í söluferli og mikilvægt sé að vel takist til.