Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir inngrip í markaði oftast óæskileg, því geti nýju fjárstreymistæki Seðlabankans fylgt óæskilegar hliðarverkanir.

Þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans til að binda fjárstreymi er ætlað að hindra vaxtamunarviðskipti.

Vaxtamunarviðskipti hafa stöðvast

„Vaxarmunarviðskipti inn á skuldabréfamarkaðinn hafa svo til alveg stöðvast. En það getur verið að við séum að stöðva einhver önnur viðskipskipti á sama tíma en við því verður ekkert gert,“ segir Már í viðtali við Morgunblaðið.

Jafnframt segir hann að svo lengi sem við höfum okkar eigin mynt henti okkur best að vera með sveigjanlegt gengi.

„Við verðum með flotgengi, en ekki endilega hreint flotgengi, að því leyti að Seðlabankinn getur verið virkur á markaðnum eftir því sem ástæða þykir til á hverjum tíma.“