Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tók á móti forsætisráðherra Úkraínu í Hvíta húsinu í gær. Obama hét því að standa með Úkraínumönnum í deilum þeirra við Rússa.

Obama varaði Vladimír Pútín við því að alþjóðasamfélagið þyrfti að færa fórnir ef Rússar myndi ekki kveða herlið sitt heim frá Krímskaga. Leiðtogar G7 ríkjanna höfðu áður hótað svipuðu.

Arseníj Jatsenjúk, forsætisráðherra Úkraínu, sagði eftir fundinn með Obama að Úkraínumenn myndu aldrei gefast upp fyrir Rússum.

BBC greindi frá.