*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Erlent 14. júlí 2017 17:44

Óánægður með stöðuna í Bandaríkjunum

Forstjóri JP Morgan segir að það sé nánast vandræðalegt að vera Bandaríkjamaður á erlendri grundu.

Ritstjórn
epa

Jamie Dimon, forstjóri bandaríska fjárfestingabankans JP Morgan Chase segir að Bandaríkjamenn þurfi að taka sig saman í andlitinu ef þeir vilja ekki eiga það á hættu að takmarka sig við 1,5-2% hagvöxt. Þetta sagði Dimon á fundi í dag með markaðsaðilum eftir að ársfjórðungsuppgjör bankans var birt í dag. BBC greinir frá.

Dimon sem er nýkominn heim úr ferð sinni um Evrópu sagði einnig að það væri nánast vandræðalegt að vera bandarískur ríkisborgari á ferðalagi um heiminn. Lagði hann áherslu á að stjórnvöld þyrftu að auka við fjárfestingar í innviðum auk þess sem kallaði eftir breytingum á skattkerfi Bandaríkjanna. Sagði hann hagvöxtur gæti verið mun meiri ef  stjórnvöld myndu taka skynsamlegri ákvarðanir og myndu koma sér út úr því öngþveiti sem þau væru stödd í.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is