Hluthafar Microsoft og notendur nýjasta Windows-stýrikerfisins eru svo óánægðir með fyrirtækið og síðustu afurðir þess að með réttu ætti forstjórinn Steve Ballmer að taka pokann sinn. Þetta fullyrðir breska dagblaðið Telegraph í umfjöllun sinni um stýrikerfið Windows 8. Blaðið hefur eftir viðmælendum sínum að Ballmer hafi ekki þann sjarma sem prýði þá Bill Gates og Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, og Steve Jobs bjó yfir hjá Apple. Þrátt fyrir þetta þykir ólíklegt að Ballmer verði látinn fara enda ákvað Gates sjálfur að hann tæki við þegar hann steig upp úr forstjórastólnum.

Telegraph rifjar upp að Microsoft hafi gengið í gegnum margt frá því Ballmer tók við stýrinu hjá Microsoft af stofnandanum Bill Gates árið 2000. Gengi hlutabréf fyrirtækisins hefur hrunið um 40% á þessum 13 árum og sala á einkatölvum dregist mikið saman. Þá hefur saxast talsvert á hlutdeild Microsoft á hugbúnaðarmarkaði, sem að sögn blaðsins, virðist á mörgum sviðum hafa lotið í lægra haldi í samkeppnina endalausu við Apple.