Óánægja er meðal stórs hóps hluthafa í Icelandair Group vegna sölu Katrínar Olgu Jóhannesdóttur, stjórnarmanns Icelandair Group og formanns Viðskiptaráðs, vegna sölu hennar á hlutabréfum sínum í fyrirtækinu fyrir helgi. Í frétt DV kemur fram að samkvæmt heimildum þeirra sé einnig óánægja með söluna á meðal stjórnenda Icelandair.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá , þá seldi Katrín Olga 400 þúsund hluti í félaginu á genginu 24 krónur á hlut á markaðsvirðinu 9,6 milljónum á föstudaginn síðasta. Í viðtali við blaðið sagði hún að salan hafi verið gerð til að standa straum af kostnaði vegna byggingar sumarhúss fjölskyldunnar.

Stærstu hluthafar í Icelandair Group eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, hlutabréfasjóðir í rekstri Stefnis, LSR og Gildi lífeyrissjóður. Í DV er sagt að mikil óánægja sé meðal stjórnenda flugfélagsins vegna ákvörðunar Katrínar Olgu um að selja bréf sín í félaginu á síðasta viðskiptadegi þriðja ársfjórðungs. Hluthafar telja þó að sala bréfanna á þessum tímapunkti hafi hleypt illu blóði í fjárfesta og telja jafnframt margir á markaði að ákvörðunin hafi sýnt merki um dómgreindarleysi að hálfu Katrín Olgu.

Katrín Olga segir þar að hún hafi ekki fundið fyrir þeirri óánægju eða þrýstings vegna málsins. Jafnframt bendir hún á að gengi hlutabréfa í Icelandair hafi tekið við sér í gær, mánudegi.