„Ég hef ákveðið að taka mér frí með fjölskyldunni eftir langa vinnutörn og reikna með að snúa til baka í lögmennskuna í haust, og þá hér í London,“ segir Guðmundur Oddsson lögmaður sem í fjögur ár hefur stýrt lögmannsstofu Logos í London.

Hann er nú hættur störfum fyrir stofuna og farinn úr eigendahópi hennar. Gunnar Sturluson, faglegur framkvæmdastjóri stofunnar, sagði að Guðmundur hefði hætt í góðri sátt við eigendur og stjórnendur stofunnar.

Enginn ágreiningur væri heldur innan stofunnar um störf Guðmundar eða önnur mál yfirhöfuð, sagði Gunnar.

Þessar skýringar fara gegn heimildum Viðskiptablaðsins. Samkvæmt þeim var og er óánægja meðal lögmanna stofunnar vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi er varðar rannsóknir á málum sem lögmenn stofunnar tengjast. Á það bæði við um þá sem eru í eigendahópnum og fulltrúa á stofunni.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .