Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins sem ráðgert var að halda næstkomandi föstudag hefur verið frestað til 13. febrúar. Óánægja er með frestunina meðal iðnaðarins.

Fjármögnun opinberra framkvæmda er ekki lokið og því er ekki hægt að kynna framkvæmdaáætlanir stærstu stofnana. Útboðsþingi verður því haldið síðdegis föstudaginn 13. febrúar á Grand hótel Reykjavík.  – Dagsetningin er þó með þeim fyrirvara að fjármögnun og undirbúningur framkvæmda hafi þokast í rétta átt.

„Útboðsmarkaðurinn hefur verið frosinn frá því í haust og kemur enn frekari frestun framkvæmda afar illa við verktakafyrirtæki sem hafa þolað samdrátt og fallandi eftirspurn,“ segir Árni Jóhannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins í frétt á heimasíðu samtakanna.

Hann segir drátt á opinberum framkvæmdum koma á versta tíma nú þegar fyrirtækin séu að draga saman og fátt sem auki mönnum bjartsýni.