Samkvæmt niðurstöðum íslensku ánægjuvogarinnar dregur úr ánægju viðskiptavina tryggingafélaganna þriðja árið í röð og hefur óánægja þeirra aldrei mælst meiri. Íslendingar eru óánægðari með þjónustu tryggingafélaga en aðrar Norðurlandaþjóðir. Viðskiptavinir TM eru ánægðastir viðskiptavina íslenskra tryggingafélaga þriðja árið í röð

Í fréttatilkynningu frá Capacent segir að ánægja viðskiptavina tryggingafélaga á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum hafi verið mæld á tímabilinu 21. september til 18. október 2007.

Aðferðin sem notuð var kallast European Performance Satisfaction Index (EPSI - www.epsirating.com) og gengur íslenska mælingin undir heitinu Íslenska ánægjuvogin. Þetta ár er hið níunda sem slíkar mælingar eru gerðar en Capacent Gallup sá um framkvæmdina fyrir hönd Íslensku ánægjuvogarinnar. Könnunin var gerð í síma og tekið var viðtal við 250 viðskiptavini hvers fyrirtækis en þeir voru valdir af tilviljun úr þjóðskrá. Mælingin endurspeglar ánægju almennings í hópi viðskiptavina tryggingafélaga, en þessi mæling nær ekki til fyrirtækja og stofnana. Aðilar að Íslensku ánægjuvoginni eru auk Capacent Gallup, Samtök

iðnaðarins og Stjórnvísi.