Á sama tíma og mikill hiti er í viðræðum í bandaríska þinginu um skuldaþakið hefur tíu ára hitamet í borginni verið slegið.

Eftir að frumvarp repúblíkanans John Boehner foseta fulltrúadeildarinnar var fellt í öldungadeildinni, og örfáir dagar eru til stefnu að leysa deiluna um skuldaþakið hefur hitinn í málinu aukist mikið.

Sömu sögu er að segja að veðrinu. Það hefur ekki verið heitara í Washingtonborg í 10 ár. Mælingatæki á öllum þremur flugvöllum borgarinnar sýndu 107 á fahrenheit í gær, 41 gráðu.