Barack Obama, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hefur bannað olíuvinnslu á landsvæði Bandaríkjanna á Norðurskautinu. BBC greinir frá. Landsvæðið nær yfir milljóna hektara í Atlantshafinu.

Ákvörðunin tengist stefnu Obama um að vernda landsvæði á Norðurskautinu, en eins og flestir vita, þá yfirgefur Obama forsetastól innan skamms . Kanadamenn hafa einnig stutt ákvörðunina og vilja taka upp svipaða stefnu í málefnum Norðurskautsins.

Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu kemur fram að ákvörðunin hafi verið tekin til að vernda lífríkið á Norðurskautinu ásamt því að vernda menninguna sem fyrirfinnst á svæðinu.

Donald Trump talaði fyrir því í kosningabaráttu sinni að hann vildi leita af olíu á svæðinu, en það gæti verið erfitt að breyta ákvörðun Obama, þar sem að hún er varanleg.