Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði nóg komið af viðskiptaháttum Kínverja og þeir verði að hætta að undirverðleggja júanið. Þetta sagði Obama á ráðstefnu Asíuríkjanna um helgina. Forsetinn hefur ekki verið jafn harðorður í garð Kína áður.

Á laugardag hitti Obama Hu Jintao, forseta Kína, og krafðist þess að Kínverjar hætti að spila á alþjóðlega markaði. Kínverjar svöruðu því til að þeir hafi lítinn áhuga á að fylgja reglum sem þeir komu hvergi nærri við að semja.