Barack Obama hyggst hafa Robert Gates áfram í embætti varnarmálaráðherra í að minnsta kosti ár eftir að hann tekur við völdum í janúar næstkomandi. WSJ hefur þetta eftir Associated Press. Þar segir einnig að gert sé ráð fyrir að Obama tilkynni valið á Gates í næstu viku, en Gates hefur verið varnarmálaráðherra í stjórn Bush í tvö ár. Í frétt WSJ segir að Gates sé hófsamur Repúblikani með langvarandi tengsl við Bush-fjölskylduna. Með valinu á honum standi Obama við loforð sitt um að velja Repúblikana í ríkissjórn sína.