Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hittir verðandi forseta Úkraínu, Pedro Poroshenko í Varsjá í Póllandi í dag. Á fundinum munu þeir ræða efnahagsstuðning við Úkraínu. Obama er staddur í Póllandi til að fagna falli kommúnismans þar fyrir 25 árum.

Obama hefur sagt að hann muni bjóða stjórnvöldum í Úkraínu eins mikla hjálp og hægt er til þess að Úkraínumenn geti staðið í skilum af lánum frá rússneska orkufyrirtækinu Gazprom. Kreppa hefur ríkt í Úkraínu síðan 2012.

BBC greindi frá.