Barack Obama, forseti Bandaríkjanna hvetur kínversk stjórnvöld til þess að taka á offramleiðslu. Þetta kemur fram á vef BBC .

Kínverska alþýðulýðveldið hefur áður verið sakað á offramleiðslu af iðnaðarvörum af bandarískum fyrirtækjum.

Obama ræddi óformlega við forsætisráðherra Kína, Li Keqiang á fundi Sameinuðu þjóðanna í New York.

Eftir neyðarfund í apríl lofaði Kína að minnka við stálframleiðslu þjóðarinnar. Obama hvatti kínversk stjórnvöld að gæta jafnræðis í þessum málum svo að öll fyrirtæki gætu starfað í landinu.