Eric Schultz, talmsmaður forsetaembættisins segir að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna hyggist tilnefna nýjan hæstaréttardómara í næstu viku þegar þingið snýr aftur til starfa. Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia lést í embætti um helgina, en hann var sá dómari sem hafði lengstan starfsaldur.

Repúblikar sem eru með meirhluta í þinginu hafa lýst því yfir að þeir vilji að Obama bíða með tilnefninu fyrir nýjan forseta, en forsetakosningar eru í nóvember nk. Til að skipa í hæstaréttardómara í embætti þá verður þingið að samþykkja þann sem forsetinn tilnefnir, en ef ekki næst samstaða þá gæti það ollið miklum deilum á síðsta ári Obama í embætti.

Obama hefur í stjórnartíð sinni tilnefnt tvo hæstaréttardómara sem hafa hlotið samþykki þingsins. Annars vegar Sonia Sotomayor og hins vegar Elena Kagan, en þær þykja báðar frjálslyndar.