Á föstudaginn eru liðin 50 ár frá því að John F. Kennedy, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var skotinn í Dallas í Bandaríkjunum. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, minnist þess í dag. Þetta gerir hann meðal annars með því að veita Frelsisorðu forsetans.

Á meðal þeirra sem hljóta orðuna eru Bill Clinton, fyrrverandi forseti, Oprah Winfrey sjónvarpskona og Sally Ride heitin. Hún var fyrsta konan til að verða geimfari.

Eftir verðlaunaafhendinguna munu Obama og Michelle, eiginkona hans, fara ásamt Clinton og Hillary, eiginkona hans, að gröf Kennedys í Arlington kirkjugarðinum. Vefurinn Business Standard segir að Bill Clinton hafi, sem barn, tekið í hönd Kennedys sumarið áður en hann var skotinn.