Barack Obama forseti Bandaríkjanna stóð sig mun betur í kappræðunum í nótt heldur en í þeim fyrstu.

Samkvæmt könnun CNN/ORC telja 46% þeirra sem tóku þátt, að Obama hafi staðið sig betur. Hins vegar telja 39% Mitt Romney hafa staðið sig betur. Niðurstaðan er innan skekkjumarka.

Fréttaskýrendur vestanhafs eru ekki á einu máli um hvaða áhrif kappræðurnar í nótt hafi á fylgi frambjóðendanna, en Romeny hefur verið í mikilli sókn frá fyrstu kappræðunum, sem fóru fram 3.október.