Mike Huckabee, fyrrverandi fylkisstjóri í Arkansas sigraði örugglega í fyrstu forkosningum Repúblikana fyrir forsetakjör í Iowa í gærkvöld.

Huckabee fékk 34% atkvæða en næstur á eftir kom Mitt Romney með 25% atkvæða. Leikarinn Fred Thompson lenti í þriðja sæti með 14% atkvæða.

Hjá Demókrötum fóru einnig fram fyrstu forkosningarnar en þar sigraði öldungardeildarþingmaðurinn Barack Obama nokkuð örugglega með 38% atkvæða. John Edwards fékk 30% atkvæða en stutt á eftir kom Hillari Clinton með 29% atkvæða.

Þegar þetta er skrifað er búið að telja 85% atkvæða hjá Repúblikönum og 98% atkvæða hjá Demókrötum

Hjá Repúblikunum eru úrslitin þannig:

Mike Huckabee    34%,

Mitt Romney          25%,

Fred Thompson   13%,

John McCain         13%,

Ron Paul                10%,

Rudy Giuliani           4%.

Það er áfall fyrir Giuliani að fá ekki betri kosningu en þetta í fyrstu forkosningunum. Flestir telja þó að hann muni ekki draga framboð sitt til baka. Kosningabaráttan hefur verið mjög hörð og þá sérstaklega á milli Romney, Thompson og McCain. Huckabee hefur sparað stóru orðin og segir NYT að það hafi komið honum til góðs núna. Huckabee sagði í viðtali við FoxNews vera arftaki Reagan hefðarinnar.

Hjá Demókrötum eru úrslitin þannig:

Barack Obama        38%,

John Edwards         30%,

Hillary Clinton          29%,

Bill Richardson           2%,

Joe Biden                     1%,

Chris Dodd                   1%.

Nú þegar hafa Chris Dodd og Joe Biden dregið framboð sín til baka. CNBC telur að Richardson haldi framboði sínu áfram í bili en dragi það til baka í janúar. Stjórnmálaskýrendur segja að baráttan verði áfram nokkuð jöfn milli Obama og Clinton og greinilegt sé að Edwards hafi stimplað sig inn á ný að því er AP segir. Það mun koma í ljós nú í janúar en þá fara fram forkosningarnar í 5 fylkjum til viðbótar.