Barack Obama er óvinsælli en George W. Bush samkvæmt könnun Wall Street Journal og ABC fréttastofnunnar.

Í dag eru 42% jákvæðir í garð Obama forseta, en 46% neikvæðir. Munurinn er - 4%. Hins vegar eru 37% jákvæðir en 38% neikvæðir í gær Bush. Munurinn er -1%.

Bill Clinton er mun vinsælli en Obama og Bush. Um 56% eru jákvæðir í garð Clinton, en hann lét af embætti í ársbyrjun 2001. Hins vegar eru aðeins 21% neikvæðir í hans garð og því mismunurinn 35%, Clinton í hag.

Áskrifendur Wall Street Journal geta lesið umfjöllun blaðsins hér.