*

laugardagur, 20. júlí 2019
Erlent 5. september 2016 10:41

Obama setur Bretland aftast í röðina

Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir úrsögn Bretlands úr ESB mistök og segir Bretland ekki fá sérmeðferð í fríverslun.

Ritstjórn

Obama Bandaríkjaforseti hitti Theresu May forsætisráðherra Bretlands á fundi G20 ríkjanna í Kína og sagði að sem nánasti bandamaður Bretlands stjórnmálalega, viðskiptalega og hernaðarlegi, myndu Bandaríkin standa með Bretlandi.

Jafnframt ítrekaði hann þó skoðun sína að úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu væru mistök og sagði að landið myndi ekki fá neina sérmeðferð þegar kæmi að fríverslunarsamningum við Bandaríkin

Fara aftast í röðina

„Það er algerlega satt það sem ég trúði fyrir Brexit kosninguna, og held áfram að trúa eftir Brexit kosninguna, að heimurinn hafði mikinn hag af veru Bretlands í Evrópusambandinu,“ sagði hann.

Í apríl notaði hann heimsókn til Bretlands til að vara breska kjósendur við að úrsögn úr ESB myndi þýða að landið færi aftast í röðina í fríverslunarviðræðum við Bandaríkin.

Vill fá TPP og TTIP í gegn

„Fyrsta verkefni Bretlands er að finna út hvað Brexit þýðir varðandi samskiptin við Evrópu, og okkar fyrsta verkefni er að tryggja að við fáum TPP (Trans-Pacific Partnership) í gegn og að við höldum áfram með TTIP (Transatlantic Trade and Investment Partnership) viðræðurnar í, sem við höfum fjárfest miklum tíma og vinnu í.“

TTIP eru fríverslunarviðræður ESB og Bandaríkjanna sem fréttir hafa borist af nýlega að hafi stöðvast, en TPP er fríverslunarsamningur við kyrrahafslönd.

Stikkorð: Obama TTIP TPP Brexit Theresa May fríverslunarviðræður