Verðandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama hefur skipað Eric Holder sem dómsmálaráðherra í nýrri stjórn sinni. Frá þessu var fyrst greint í tímaritinu Newsweek. Holder er fyrsti blökkumaðurinn til að gegna embættinu.

Holder var aðstoðardómsmálaráðherra í embættistíð forsetans fyrrverandi Bill Clinton.  Hann var einn af aðallögfræðiráðgjöfum Obama í kosningabaráttunni á síðustu mánuðum. Holder er 57 ára gamall.