Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mun í dag tilnefna Janet Yellen, varaformann bankastjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna, sem næsta aðalbankastjóra. Þetta fullyrðir heimildarmaður BBC fréttastofunnar .

Ef Öldungardeild þingsins fellst á tilnefningu Obama mun Yellen taka við bankastjórastarfinu af Ben Bernanke. Hann hefur gegnt stöðu seðlabankastjóra í átta ár.

Yellen hefur verið næstráðandi í bankanum í tvö ár. Hún yrði fyrsta konan til að gegna stöðu seðlabankastjóra.