Barack Obama, sigurvegari bandarísku forsetakosninganna, fjallaði um nauðsyn þess að berjast gegn auknu atvinnuleysi í Bandaríkjunum.

Obama hélt sinn fyrsta blaðamannafund, eftir að hann var kosinn næsti forseti Bandaríkjanna, nýlega þar sem hann ræddi um aðgerðir í efnahagsmálum. Blaðamannafundurinn var haldinn í Chicago, heimaborg Obama, í kjölfar fundar hans með efnahagsráðgjöfum sínum.

Obama hefur ýtrekað að hann muni leggja aukna áherslu á efnahagsmál þegar hann tekur við embætti í byrjun næsta árs.

Leiðtogar evrópusambandsríkja hafa einnig fundað stíft um aðgerðir í efnahagsmálum. En undirbúningur aðþjóðlegrar ráðstefnu um enfahagsmál er nú á fullu í Whasington.