Barack Obama, sem tekur við sem forseti Bandaríkjanna eftir hálfan mánuð, undirbýr nú umfangsmiklar skattalækkanir. Hann og demókratar á þingi áforma að lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki um 300 milljarða dala.

Ætlunin er að með þessu nái þeir í stuðning repúblikana við efnahagsaðgerðir forsetans verðandi, að því er segir í WSJ.

Repúblikanar vilja skattalækkanir frekar en aukin útgjöld

Stærð skattalækkananna nemur um 40% af efnahagspakka sem áformaður er fyrir næstu tvö árinu og gæti farið í 775 milljarða dala. Skattalækkanirnar eru meiri en fulltrúar beggja flokka höfðu búist við.

Repúblikanar hafa lagt áherslu á að efnhagsaðgerðir snúist meira um skattalækkanir en aukin útgjöld og WSJ segir að þetta geti auðveldað að vinna þá til fylgilags við aðgerðir Obama.