Barack Obama forseti hefur fyrirskipað að leyfi til olíuvinnslu verði framlengd og ný leyfi gefin út í Mexíkóflóa og við strendur Alaska.

© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Obama sagði í dag að þetta væri skynsamlegt og myndi til lengri tíma minnka innflutning Bandaríkjanna á olíu. Hann viðurkenndi hins vegar að þetta myndi ekki hafa áhrif á verð til skemmri tíma.

Vaxandi óánægja er meðal almennings vegna hækkandi verðs á olíu en það er nálægt 4 dölum á gallanoið.