Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur biðlað til Bandaríkjaþings að hækka bætur til atvinnulausa. Obama vill að sú eina milljón Bandaríkjamanna sem munu hafa nýtt öll réttindi sín vegna atvinnumissis í lok árs verði útvíkkuð frekar. Bloomberg greinir frá þessu.

Samkvæmt nýjum tölum sem gefnar voru út í vikunni kom fram að aldrei hafa jafnmargir nýtt sér atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum í aldarfjórðung. Smásala í Bandaríkjunum hefur jafnframt ekki dregist jafnmikið saman í tvo áratugi.

Obama segir að ef þingið bregst ekki við versnandi aðstæðum á vinnumarkaði þegar það kemur saman á ný í næstu viku, verði það hans fyrsta starf þegar í forsetastólinn er komið.