Í nýrri viðhorfskönnun sem fyrirtækið Outcome kannanir gerði fyrir Samtök iðnaðarins kemur meðal annars fram að 75,5% félagsmanna samtakanna telja að það skorti iðnmenntað starfsfólk. Um 13,5% telja að það skorti ófaglært starfsfólk og 8,5% að það skorti háskólamenntað starfsfólk. félagsmanna.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að þegar spurt sé hverskonar starfsfólk skorti þá séu niðurstöðurnar mjög afgerandi.

„Þótt mennta- og mannauðsmál skipti okkar félagsmenn mjög miklu máli þá kom það mér svolítið á óvart hversu afdráttarlaus niðurstaðan var. Ástandið eins og það er, hvað iðnmenntað starfsfólk varðar, er óboðlegt. Hér á landi fara um 12% ungs fólks, sem lokið hefur grunnskóla, í iðn- og verknám. Sambærilegt hlutfall á Norðurlöndunum er á milli 20 og 30%.

Það er ekkert að náminu sjálfu hér heima þó eflaust megi alltaf bæta það. Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um vitundarvakningu. Það þarf að upplýsa ungt fólk um tækifærin sem felast í iðn- og verknámi og möguleikana sem opnast að námi loknu. Þessi menntun er til dæmis alþjóðleg. Þeir sem lokið hafa iðnnámi geta nýtt sína þekkingu erlendis, sem er ekki raunin með allar námsgreinar. Auk þessa byrja þeir sem ljúka iðnnámi að afla tekna töluvert fyrr á lífsleiðinni en þeir sem fara í háskóla.“

SI könnun 3
SI könnun 3

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .