Skráð atvinnuleysi í desember var 4,9% og var því óbreytt þriðja mánuðinn í röð. Atvinnuleysið hefur minnkað um 6,7% frá sem mest var í janúar 2021 þegar það var 11,6%. Almennt atvinnuleysi var 10,7% í desember 2020 og hefur því minnkað um 5,8% á einu ári. Þetta kemur fram í hagsjá Landsbankans.

Í hagsjánni segir að Vinnumálastofnun spái auknu atvinnuleysi í janúarmánuði, um 5,2%. Atvinnuleysi hefur minnkað níu mánuði í röð á árinu, en hélst óbreytt í október, nóvember og desembermánuði. Nú er atvinnuleysið svipað og það var í upphafi árs 2020 áður en faraldurinn skall á.

Almennt atvinnuleysi var að meðaltali 7,7% á árinu 2021, sem er örllítið lægra en árið 2020 þegar það var 7,5%. Atvinnuleysið á liðnu ári er þriðja hæsta atvinnuleysisárið frá áramótum. Á árunum 2009-2010 náði það 8,0% og 8,1%. Þess má geta að tölurnar fyrir árin 2020 og 2021 taka ekki atvinnuleysi vegna hlutabóta með inn í reikninginn.

Atvinnuleysi er langmest á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu, en það hefur verið undir 10% á Suðurnesjum í fimm mánuði. Til samanburðar var atvinnuleysið á Suðurnesjum komið upp í 24,5% í byrjun árs 2021.

Í hagsjánni segir að ráðningastyrkirnir hafi hjálpað til við að minnka atvinnuleysið. Jafnframt virðist langtímaatvinnuleysi vera á niðurleið.