Atvinnuleysi á evrusvæðinu í ágúst var óbreytt í 9% af mannafla. Um er að ræða fimmta mánuðinn í röð sem atvinnuleysi reynist óbreytt á evrusvæðinu og það hefur ekki verið meira frá því í október 1999. Innan evrusvæðisins er atvinnuleysi mest í Þýskalandi (10,3%) en minnst á Írlandi (4,6%). Fyrirtæki á evrusvæðinu virðast fara sér hægt í ráðningar um þessar mundir þrátt fyrir aukinn hagvöxt. Ráðningum hefur ekki fjölgað að marki og launahækkanir eru litlar.

Í Morgunkorni Íslandsbanka er bent á að gengi evrunnar breyttist lítið í kjölfar tíðindanna enda var niðurstaðan í takti við væntingar sérfræðingar skv. könnun Bloomberg. Slaki á vinnumarkaðinum heldur aftur af einkaneyslu og þar með hagvexti á evrusvæðinu. Niðurstaðan er talin auka enn á líkurnar að Seðlabanki Evrópu haldi stýrivöxtum sínum óbreyttum í 2% á fimmtudag, en þá fer vaxtaákvörðunarfundur bankans fram. Almennt spá sérfræðingar óbreyttum vöxtum.