Veiking krónu um meira en 10-20% með tilheyrandi verðbólgu er líkleg niðurstaða af því að halda í óbreytt gengisfyrirkomulag á Íslandi, að mati sérfræðinga Dresdner Kleinwort.

Menn líta æ oftar á krónuna sem hamlandi þátt fyrir fyrirtækin sem í síauknum mæli reyna að skipta krónunni út fyrir evru eða dali. Áhugi heimilanna á gjaldeyrislánum hefur vaknað, starfsmenn eru farnir að fara fram á að fá greitt í evrum og flest þeirra fyrirtækja sem skráð eru í OMX á Íslandi munu líklega greiða út arð í erlendri mynt á næstu tveimur árum. Evruvæðin  íslenska hagkerfisins er þegar farin af stað og ekki er auðvelt að snúa henni við.

Þörf er á trúverðugri og samkvæmri stefnu til þess að takast á við þessi mál -- og það fljótt. Takist mönnum það ekki gæti það reynst mjög alvarleg ógnun við fjárhagslegan stöðugleika og aukið enn frekar þrýstinginn til lækkunar lánshæfiseinkunna íslenska ríkisins og bankanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri og nokkuð langri skýrslu sérfræðinga þýska fjárfestingarbankans Dresdner Kleinnwort.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .