Moody's hefur staðfest óbreytta lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs, Ba1, og eru horfur stöðugar að mati matsfyrirtækisins. Kemur þetta fram í mati sem birt var á vef kauphallar Nasdaq Iceland í dag.

Í matinu segir að einkunninn byggi m.a. á ríkisábyrgð á skuldum sjóðsins. Þrátt fyrir að sjóðurinn sé undir töluverðum þrýstingi séu mjög miklar líkur á stuðningi ríkissjóðs, þótt ekki sé hægt að ganga að honum alveg vísum.

Arðsemi sjóðsins verði lítil til skemmri og meðallangs tíma, en hins vegar muni skuldaniðurfellingar ríkisstjórnarinnar á íbúðalánum muni styrkja eignasafn sjóðsins. Á móti kemur að uppgreiðslur muni hafa neikvæð áhrif á tekjur hans.