Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 102,8 stig í nóvember síðastliðnum og var hún óbreytt frá fyrra mánuði, segir í tilkynningu Hagstofu Íslands.

Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 107,1 stig, einnig óbreytt frá október.

Frá nóvember 2005 til jafnlengdar árið 2006 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,1% að meðaltali í ríkjum EES, 1,9% á evrusvæðinu og 6,1% á Íslandi.

Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var 6,4% í Ungverjalandi og 6,3% í Lettlandi.

Minnst var verðbólgan 0,9% á Möltu og 1,0% í Tékklandi.