Þegar þetta er ritað hefur gengi bréfa Icelandair Group fallið um tæp 23% í 860 milljón króna viðskiptum. Eins og Viðskiptablaðið hefur gert ítarlega skil, gaf félagið frá sér afkomuviðvörun að EBITDA félagsins gæti lækkað talsvert á þessu ári.

Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hefur lækkað um 6,25% í viðskiptum dagsins og stendur þegar þetta er ritað í 1.609,33 stigum.

Nýherji sér á báti

Nýherji er eina félagið á markaði sem hefur hækkað. Gengi bréfa félagsins hefur hækkað um 4,42% í 20 milljón króna viðskiptum það sem af er degi.

Önnur stór félög hafa lækkað það sem af er degi - en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins - eru það áhrif frá lækkunum hjá Icelandair. Til að mynda hefur gengi hlutabréfa Eimskipafélagsins lækkað um 3,79% í 107 milljón króna viðskiptum og einnig hefur gengi bréfa Marels lækkað um 2,8% í 801 milljón króna viðskiptum.